Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Pompeo fordæmir aðgerðir Rússa gegn Navalny

18.01.2021 - 00:57
epa08933377 (FILE) - US Secretary of State Mike Pompeo leaves a press conference following a meeting with a North Korean official in New York, USA, 31 May 2018 (reissued 12 January 2021). The US State Department on 12 January 2021 announced that State Secretary Mike Pompeo's trip to Belgium has been cancelled. The trip was scheduled for 13-14 January.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjastjórn fordæma handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalny í gær. Navalny var handtekinn við komuna til Rússlands frá Þýskalandi, þar sem hann fékk læknisaðstoð eftir að eitrað var fyrir honum.

Pompeo bætir því við að Bandaríkin hafi þungar áhyggjur af því að varðhald hans sé aðeins framhald af ítrekuðum tilraunum til þess að þagga niður í Navalny og öðrum gagnrýnendum rússneskra stjórnvalda. 

Stjórnvöld víða um heim fordæma aðgerðir rússneskra yfirvalda í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, var þeirra á meðal. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi verðandi Bandaríkjaforseta, Joe Biden, var á sama máli þar sem hann sagði Rússa eiga að frelsa Navalny umsvifalaust og refsa þeim sem ráðast að lífi hans. Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins kallar eftir tafarlausri lausn Navalnys, og þá sendu Eystrasaltsríkin frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem handtakan er sögð algjörlega óásættanleg og lausnar hans krafist. Þá biðla þau til Evrópusambandsins um að gríp umsvifalaust til aðgerða.