Jón Arnór Stefánsson, Kristófer Acox og Pavel Ermolinski spiluðu með Val á móti sínum gömlu félögum í KR. Finnur Freyr Stefánsson sem gerði KR að Íslandsmeistara fimm ár í röð er svo þjálfari Vals.
KR-ingar voru mun öflugri í byrjun leiks á Hlíðarenda í kvöld og komust tíu stigum yfir í 21-11. Smám saman rönkuðu Valsmenn þó við sér úr rotinu og komust yfir áður en fyrri hálfleikur var á enda. Spennan hélt þó áfram og Helgi Már Magnússon kom KR sex stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta. Leikurinn var svo spennandi í lokafjórðungnum. En á síðustu mínútunum reyndust KR-ingar þó sterkari og unnu leikinn með tíu stiga mun. Úrslitin, KR 80, Valur 71.