„Margir hafa verið að spá því að það sé margt sem muni breytast. Fólk muni frekar leita í áfangastaði eins og Ísland þar sem eru miklar víðáttur. Þegar við rýnum í kannanir sem hafa verið gerðar að undanförnu erlendis, þá kemur í ljós að þetta er þveröfugt. Fólk bíður með öndina í hálsinum eftir að komast af stað og ætlar að gera nákvæmlega það sama og það gerði fyrir COVID,“ segir Jóhannes.
Hann segir að þeir sem höfðu aðallega áhuga á borgarferðum hafi það áfram. „Þeir sem vilja upplifa náttúru vilja áfram upplifa náttúru. Það þýðir að við höldum í okkar markhóp sem er fólk sem vill upplifa margvíslega og stórfenglega náttúru.“
Jóhannes segist telja að ráðstefnuhald muni fara rólega af stað og fari ekki í gang fyrr en verulega verði farið að draga úr faraldrinum.
„Ég held að andlát ráðstefna og kjötfunda sé orðum aukið. Ég held að það muni sannast að það komi fátt í staðinn fyrir persónulega nánd á milli fólks. Frekar þannig að menn muni hugsa að það sér hægt að taka eitthvað af þessum fundum í fjarfundabúnaði, en ég held að fólk muni halda áfram að ferðast milli landa fyrir viðskipti,“ segir Jóhannes.