Þeir fyrstu voru handvagnar með koparkatli sem var hitaður upp með prímusi. Pylsubrauðin voru rúnnstykki til að byrja með.
Kaupmannahafnarbúar voru þó ekki fyrstu Danirnir sem gátu fengið sér heita pylsu í pylsuvögnum, því þeir fyrstu sáust á götum Árósa árið 1917.
Fyrir sjötíu árum voru vagnarnir í Danmörku um það bil fjögur hundruð. Þeim hefur fækkað mjög á undanförnum árum og fyrir tíu árum voru einungis um sextíu eftir.