Hundrað ár frá fyrstu pylsuvögnunum í Köben

epaselect epa08517452 Hot Dog Stand drenched in heavy rains at Kongens Nytorv in Copenhagen, Denmark, 30 June 2020  EPA-EFE/Ida Marie Odgaard  DENMARK OUT
Pylsuvagn í hellirigningu á Kóngsins Nýjatorgi. Mynd: EPA-EFE - Ritzau-Scanpix

Hundrað ár frá fyrstu pylsuvögnunum í Köben

18.01.2021 - 15:23

Höfundar

Hundrað ár eru í dag síðan fyrstu pylsuvagnarnir birtust á götum Kaupmannahafnar. Þá átti danskur kaupsýslumaður, Charles Svendsen Stevn að nafni. Hann hafði barist fyrir því í tíu ár við borgaryfirvöld að fá að opna pylsuvagna. Leyfið fékkst loks í mars 1920 og tíu mánuðum síðar hóf hann reksturinn með sex vagna.

Þeir fyrstu voru handvagnar með koparkatli sem var hitaður upp með prímusi. Pylsubrauðin voru rúnnstykki til að byrja með.

Kaupmannahafnarbúar voru þó ekki fyrstu Danirnir sem gátu fengið sér heita pylsu í pylsuvögnum, því þeir fyrstu sáust á götum Árósa árið 1917.

Fyrir sjötíu árum voru vagnarnir í Danmörku um það bil fjögur hundruð. Þeim hefur fækkað mjög á undanförnum árum og fyrir tíu árum voru einungis um sextíu eftir.