Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Á fimmta tug grímulausra gesta á veitingastað

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af gestum veitingastaðar á höfuðborgarsvæðinu um klukkan sex í gærkvöld. Þar voru á fimmta tug gesta að horfa á íþróttaviðburð í sjónvarpi. Fjarlægð á milli borða var ekki nægileg, óskýr mörk voru á milli hólfa á staðnum og fáir sprittbrúsar voru á staðnum. Þá gerði lögregla athugasemd við grímuleysi gesta.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að þrír ökumenn hafi verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í borginni skömmu fyrir klukkan 23 og þaðan stolið skiptimynt og á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um mann sem reyndi að brjótast inn í fyrirtæki í miðborginni. Í dagbókinni segir að hann hafi gefist upp, komið sér á brott en lögregla hafi handtekið hann skammt frá.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir