Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af gestum veitingastaðar á höfuðborgarsvæðinu um klukkan sex í gærkvöld. Þar voru á fimmta tug gesta að horfa á íþróttaviðburð í sjónvarpi. Fjarlægð á milli borða var ekki nægileg, óskýr mörk voru á milli hólfa á staðnum og fáir sprittbrúsar voru á staðnum. Þá gerði lögregla athugasemd við grímuleysi gesta.