Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

600 viðbótarskammtar gætu leynst í nýju sendingunni

epa08856436 (FILE) - An undated handout made available by the German pharmaceutical company Biontech shows a hand holding an ampoule with BNT162b2, the mRNA-based vaccine candidate against COVID-19, in Mainz, Germany (reissued 02 December 2020). Britain?s Medicines & Healthcare Products Regulatory Agency (MHRA) granted on 02 December the authorization for emergency use of the Pfizer/BioNTech coronavirus vaccine BNT162b2.  EPA-EFE/BIONTECH SE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BIONTECH SE
Mögulega gætu náðst 3.600 skammtar úr þeim 600 glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech sem komu hingað til lands í morgun í stað 3.000 eins og búist var við. Tilteknar sprautur og nálar sem þarf til að ná sjötta skammtinum úr glasinu eru komnar til landsins, en stefnt var að því að fá búnaðinn hingað til lands áður en ný sending bóluefnis bærist þannig að það myndi nýtast fleirum.

„Sprauturnar og nálarnar sem við þurfum til að ná sex skömmtum úr hverju glasi eru komnar til okkar og mér skilst að við getum notað þær við bólusetningarnar síðar í vikunni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Á vef Lyfjastofnunar segir að til þess að hægt sé að ná sex skömmtum úr glasinu sé nauðsynlegt að nota samsetningu sprautu og nálar þar sem pláss sem nýtist ekki er mjög lítið, eða í mesta lagi 35 míkrólítrar. Ef notaðar eru hefðbundar sprautur og nálar er ekki víst að hægt sé að ná sjötta skammtinum úr hverju hettuglasi.

Míkrólítri er einn þúsundasti af millilítra eða einn milljónasti af lítra.

Sigríður Dóra segir að nægilegt magn hafi borist af sprautunum og nálunum til að nota fyrir allt bóluefnið.

„Þetta er fagnaðarefni,“ segir hún. „Við erum tilbúin með næstu forgangshópa. Ef við náum fleiri skömmtum en sem þarf í þann hóp sem við erum að bólusetja núna í vikunni, höldum áfram að vinna okkur niður listann og förum í næsta hóp.“