Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

HM í dag: Mikilvægur leikur fyrir Dag og Japan

epa07293727 Head coach Dagur Sigurdsson of Japan gestures during the match between Bahrain and Japan at the IHF Men's Handball World Championship in Munich, Germany, 17 January 2019.  EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS
 Mynd: EPA

HM í dag: Mikilvægur leikur fyrir Dag og Japan

17.01.2021 - 06:00
Heimsmeistaramót karla í handbolta heldur áfram í Egyptalandi í dag en Dagur Sigurðsson og hans menn í japanska landsliðinu mæta Katar í fyrsta leik dagsins.

Japan stóð sig frábærlega í fyrsta leik og náði afar óvæntu jafntefli við Króatíu. Japan fer upp fyrir Katar í C-riðlinum með sigri en leikurinn verður sýndur beint á RÚV klukkan 14:30.

Átta leikir fara fram á HM í dag en þrír þeirra verða í beinni útsendingu. 

Þessir leikir eru í beinni á RÚV og RÚV 2 í dag:

14:30 Katar - Japan C-riðill RÚV
17:00 Túnis - Brasilía B-riðill RÚV 2
19:30 Spánn - Pólland B-riðill RÚV 2