Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fauci telur unnt að bólusetja 100 milljónir á 100 dögum

epa08518353 The director of the National Institute for Allergy and Infectious Diseases, Dr. Anthony Fauci, testifies before the United States Senate's Health, Education, Labor and Pensions (HELP) Committee during a hearing on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 30 June 2020. Government health officials updated senators on how to safely get back to school and the workplace during the ongoing pandemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/KEVIN DIETSCH / UPI POOL
 Mynd: EPA-EFE - UPI
Anthony Fauci forstjóri ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segir það markmið Joe Bidens viðtakandi forseta Bandaríkjanna raunhæft að bólusetja 100 milljónir á fyrstu 100 dögum valdatíðar sinnar.

AFP fréttastofan greinir frá þessu en Fauci er ætlað að verða helsti ráðgjafi Bidens um kórónuveirufaraldurinn en hann var einnig ráðgjafi Donalds Trump, fráfarandi forseta.

Rochelle Walensky, viðtakandi forstjóri sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, er sammála Fauci. Hún segir í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina verkið vera erfitt en framkvæmanlegt.

Opinberar tölur sýna að þegar hafi ríflega 12 milljónir Bandaríkjamanna fengið bólusetningarsprautu við COVID-19 en alls hefur verið dreift um 31 milljón skammta.

Í desemberbyrjun spáðu embættismenn alríkisins því að fyrir árslok tækist að bólusetja 20 milljónir. Heilbrigðisyfirvöld í nokkrum ríkjum, New York þeirra á meðal óttast yfirvofandi skort á bóluefni þar sem dreifing þess hefur brugðist.

Ron Klain, sem verður starfsmannastjóri Bidens forseta, segist óttast að yfir hálf milljón Bandaríkjamanna verði látin af völdum sjúkdómsins í febrúar. Nú þegar hefur hann kostað 396 þúsund Bandaríkjamenn lífið.

Biden stjórnin hyggst grípa til laga sem heimila ríkisstjórninni að knýja fyrirtæki til að framleiða vörur nauðsynlegar á hættutímum. Jafnframt verði Þjóðvarðliðið virkjað við uppsetningu bólusetningarstöðva.