Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Eldur í þvottavél í einbýlishúsi í Reykjavík

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um reyk frá einbýlishúsi í Vogahverfi Reykjavíkur nú á tólfta tímanum. Allar stöðvar voru sendar að húsinu, þar sem kom í ljós að kviknað hafði í þvottavél. Tvær stöðvar voru fljótlega sendar til baka.

Þegar búið var að slökkva eldinn lagði talsverðan reyk um þvottahúsið, og kom þá í ljós að heitavatnsrör hafði rofnað. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og skrúfa fyrir vatnið, og eru slökkviliðsmenn frá tveimur stöðvum enn á staðnum við dælustörf. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir verkið hafa tekið skamma stund.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV