Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Sóknarveisla þegar Ísland burstaði Alsír

epa08942674 Iceland's Bjarki Mar Elisson reacts during the match between Algeria and Iceland at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 15 January 2021.  EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL
 Mynd: EPA

Sóknarveisla þegar Ísland burstaði Alsír

16.01.2021 - 21:01
Ísland vann öruggan sigur á Alsír þegar liðin mættust í F-riðli heimsmeistaramóts karla í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson fór hamförum í leiknum og skoraði 12 mörk þrátt fyrir að vera hvíldur meiri hluta seinni hálfleiks.

Björgvin Páll Gústavsson var ekki í hóp á móti Portúgal en hann var í miklu stuði í fyrri hálfleiknum.

Margir leikmenn íslenska liðsins lögðu þung lóð á vogaskálarnar og hornamanninum Bjarka Má Elíssyni héldu engin bönd. Hann skoraði níu mörk í jafnmörgum skotum í fyrri hálfleiknum en að honum loknum leiddi Ísland með tólf marka mun, 22-10. 

Ísland jók við forystuna í seinni hálfleiknum og íslenskur sigur var aldrei í hættu í Kaíró í kvöld. Það fór svo að Ísland vann með 15 marka mun, 39-24.

Eftir leikinn í kvöld er ljóst að Ísland tekur með sér tvö stig í milliriðil með sigri á Marokkó í lokaleiknum í F-riðli. Marokkó hefur hingað til tapað báðum leikjum sínum. Þrjú efstu liðin fara áfram í milliriðla.

Staðan í F-riðli:

1. Portúgal 2 4
2. Ísland 2 2
3. Alsír 2 2
4. Marokkó 2 0