Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nepalar fyrstir á tind K2 að vetri til

16.01.2021 - 15:53
Erlent · Asía
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Hópi nepalskra fjallgöngumanna tókst í dag að klífa K2, næsthæsta fjall veraldar, að vetrarlagi fyrstir manna. Nepalarnir voru einn fjögurra hópa sem hafa undanfarnar vikur freistað þess að verða fyrstir á tindinn að vetri til. Meðal annarra sem höfðu sama markmið var John Snorri Sigurjónsson.

Einn Nepalanna, Nimsdai Purja, sagði að fjallgöngumennirnir hefðu safnast saman tíu metra frá fjallstindinum og síðan farið saman síðustu skrefin syngjandi nepalska þjóðsönginn. Spænski fjallgöngumaðurinn Sergi Mingote lést á fjallinu í dag, spænski forsætisráðherrann greindi frá því nú á fjórða tímanum.

Fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje Sherpa birti eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sinni upp úr hádegi að íslenskum tíma: „Okkur tókst þetta loksins. Við höfum skráð okkur á spjöld sögunnar í fjallgöngum.“