Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Minni fólksflutningar í faraldrinum

16.01.2021 - 09:13
epa08935567 People queue up to register for their Covid-19 vaccination at the New York State Covid-19 Vaccination Site at the Jacob K. Javits Convention Center in New York, New York, USA, 13 January 2021. With the current CDC directive, seven million New Yorkers are now eligible for the vaccine.  EPA-EFE/PETER FOLEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fólksflutningar hafa minnkað um 30 prósent á heimsvísu vegna kórónuveirufaraldursins. Um tveimur milljónum færri fluttu á milli landa í fyrra en spár höfðu gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem var birt í gær. Þar er fjallað um skráða fólksflutninga milli landa.

Í fyrra bjuggu 281 milljón í öðru landi en þau fæddust. Nærri helmingur fólks býr í sama heimshluta og það rekur uppruna sinn til. Indverjar eru fjölmennastir þeirra sem búa utan fæðingarlands síns, átján milljónir þeirra búa utan Indlands. Sömu sögu er að segja um ellefu milljónir frá Mexíkó og Rússlandi. Langalgengast er að fólk hafi flutt til Bandaríkjanna, þar býr 51 milljón sem fæddist erlendis. Næst koma Þýskaland með sextán milljónir og Sádí-Arabía með þrettán milljónir. 
 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV