Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Engin hreyfing á hlíðinni þrátt fyrir mikla úrkomu

16.01.2021 - 09:56
Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir - RÚV
Engin hreyfing hefur mælst í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar í nótt og engar tilkynningar borist um skriður eða spýjur úr fjallinu þrátt fyrir mikla úrkomu og appelsínugula viðvörun. Ofanflóðasérfræðingur veðurstofunnar segir að það hafi ekki rignt jafn mikið og búist var við en spáin sé aðeins seinna á ferðinni.

Um sjötíu var gert að fara úr húsunum sínum

Vegna mikillar úrkomuspár á Seyðisfirði var í varúðarskyni ákveðið í gær að rýma tæplega 40 hús til viðbótar við þau sem hafa verið mannlaus í um mánuð eða síðan stóra skriðan féll um miðjan desember. Í kringum 70 manns þurftu að yfirgefa heimili sín en flestir fundu sér samastað á Seyðisfirði samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Rýmingin gildir til klukkan tíu í fyrramálið, þá verður staðan metin að nýju. Þetta er gert þar sem óvissa er um stöðugleika jarðlaga í brúninni ofan við bæinn við ákafri úrkomu. Ekki þótti ástæða til rýmingar á Eskifirði.