Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Bíll með þremur innanborðs fór í sjóinn í Skötufirði

16.01.2021 - 10:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fólksbíll með þremur innanborðs fór í sjóinn í Skötufirði á ellefta tímanum í morgun. Tvær þyrlur frá Landhelgisgæslunni og fjölmennt björgunarlið, lögregla, sjúkrabílar og slökkviliðsbílar ásamt björgunarsveitum, eru á leið á vettvang. Skötufjörður er í Ísafjarðardjúpi í um 40 til 50 mínútna akstursleið frá Ísafirði.

Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð sem og Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Flughálka er á vegum á Vestfjörðum. 

Þrír kafarar og tveir læknar eru um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar. 

Aðgerðir standa nú yfir, en fyrri þyrla Gæslunnar kom á staðinn rétt fyrir klukkan 12. Fréttin verður uppfærð um leið og upplýsingar berast. 

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV
sunnav's picture
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV