Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Armin Laschet kjörinn formaður Kristilegra demókrata

16.01.2021 - 11:02
epa08703315 German North Rhine-Westphalia State Premier Armin Laschet arrives for a meeting at the CDU headquarters in Berlin, Germany, 28 September 2020. Media reports state, that German North Rhine-Westphalia State Premier Armin Laschet, former German Christian Democratic Union (CDU) faction leader Friedrich Merz and German CDU CDU Member of Parliament and Chairman of the Foreign Affairs Committee Norbert Roettgen are about to meet with German Defense Minister Annegret Kramp-Karrenbauer to plan the candidate application phase for the party leadership prior to the upcoming party convention on 04 December 2020.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA
Armin Laschet var rétt í þessu kosinn formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi á stafrænum landsfundi flokksins. Hann hlaut 522 atkvæði og tekur þar með við af Annegret Kramp-Karrenbauer sem formaður flokksins.

Laschet er 59 ára, sagður hófsamur miðjumaður og náinn samstarfmaður Angelu Merkel kanslara. Hann er forsætisráðherra Norðurrínar-Vestfalíu, fjölmennasta sambandslands Þýskaland. Hann hefur heitið því að viðhalda stefnu Merkel innan flokksins.

Kosið verður til þings í Þýskalandi í haust og hafi Kristilegir demókratar sigur er talið líklegt að Armin Laschet verði næsti kanslari Þýskalands. Helsti keppinautur Laschets, Friedrich Merz fyrrverandi þingflokksformaður, hlaut 466 atkvæði.

Merz leiddi í fyrstu umferð formannskjörsins með fimm atkvæðum. Þriðji framjóðandinn, Norbert Röttgen fyrrverandi umhverfisráðherra í stjórn Merkel steig þá til hliðar.