Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann á Trölla­skaga

15.01.2021 - 15:51
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Einn slasaðist á vélsleða ná­lægt Lág­heiði á Trölla­skaga skömmu eftir hádegi í dag. Ekki er vitað um tildrög slyssins né ástand hins slasaða að svo stöddu.

Til­kynning barst til lög­reglunnar á Norður­landi eystra rétt fyrir klukkan hálf tvö um slysið og voru við­bragð­aðilar á svæðinu kallaðir út á­samt þyrlu Landhelgis­gæslunnar. Að­gerðar­stjórn var sömu­leiðis virkjuð á Akur­eyri.

Fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri

Klukkustund síðar voru sjúkraflutninga-, björgunarsveitar – og lögreglumenn komnir á vettvang til að hlúa að hinum slasaða vélsleðamanni. Hífa þurfti hinn slasaða upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri.

odinnso's picture
Óðinn Svan Óðinsson