Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sunnan og slydduél. Gul viðvörun á Austfjörðum

15.01.2021 - 06:34
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Í dag er spáð sunnan 5-13 m/s, skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverðri eða mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum aðfaranótt laugardags og þangað til síðdegis á morgun, dregur síðan úr úrkomu.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að í ljósi aðstæðna sé Seyðisfjörður viðkvæmur fyrir.

Talsverð rigning verður austan til, en annars víða slydda eða rigning með köflum, en snjókoma til fjalla. Hægari um tíma síðdegis á morgun og dregur úr úrkomu fyrir austan. Norðvestan 10-18 annað kvöld og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark fyrir norðan.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu til miðnættis annað kvöld eru sem hér segir: Sunnan 5-10 m/s og úrkomulítið, en gengur í austan 8-13 með dálítilli rigningu eða slyddu eftir hádegi. Norðlægari í kvöld. Norðvestan 8-13 á morgun. Hiti verður1 til 5 stig.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir