Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Pfizer og BioNTech ætla að standa við gefin loforð

epa08936121 Health personnel shows a dose of the vaccine against COVID-19, in Cuernavaca, state of Morelos, Mexico, 13 January 2021. The Mexican government injected hope from north to south by starting the vaccination against Covid-19 in health personnel in the country's 32 states on Wednesday after receiving the shipment of almost 440,000 doses of the drug from Pfizer and BioNTech.  EPA-EFE/Tony Rivera
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Pfizer og BionNTech lofa að standa við að afhenda áður ákveðinn fjölda bóluefnaskammta frá og með 25. janúar næstkomandi. Jafnframt er því heitið að bæta enn frekar í framleiðslu bóluefnis um miðjan febrúar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu fyrirtækjanna í dag og að unnið sé hörðum höndum að því að tryggja nægt bóluefni um heim allan. Jafnframt var því heitið að tilkynna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ríkjum sambandsins og öðrum sem málið varðar um breytta skipan mála í framleiðslunni. 

Í yfirlýsingunni gætir bjartsýni um að hægt verði að standa við framleiðsluáætlanir á fyrsta ársfjórðungi og að mögulegt verði að auka framleiðslu bóluefnis á öðrum fjórðungi. Það verði meðal annars gert með því að stækka eigin verksmiður og með samningum við aðra framleiðendur.

Í tölvupósti fyrirtækjanna fyrr í dag var tilkynnt að næstu fjórar vikur yrðu færri bóluefnaskammtar afhentir en upphaflega stóð til. Það varð til þess að heilbrigðisráðherrar Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltsríkjanna sendu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bréf og lýstu óánægju sinni með skipan mála.