Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ingibjörg Sólrún til Írak á vegum Sameinuðu þjóðanna

Mynd með færslu
 Mynd: Óskar Þór Nikulásson - RÚV
Ingibjörg Sólrún Gísladótttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, hefur verið skipuð sérstakur varafulltrúi António Guterres í Aðstoðarsendisveit Sameinuðu þjóðanna í Írak.

Ingibjörgu er ætlað að fara fyrir pólítískri deild sveitarinnar og hafa kosningastarf á sinni könnu. Þetta tilkynnti António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í dag en Ingibjörg Sólrún tekur við starfinu af Alice Walpole frá Bretlandi í lok febrúar.

Ingibjörg Sólrún starfaði hjá UN Women í Kabúl og stýrði svæðisskrifstofu sömu stofnunar í Istanbúl. Nú síðast var hún yfirmaður Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Hún hafði þann starfa með höndum í þrjú ár þar til á síðasta ári.