Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Aukið fé til geðheilbrigðisþjónustu á Seyðisfirði

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Heilbrigðisstofnun Austurlands fær sautján milljóna króna viðbótarfjárframlag til að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir íbúa Seyðisfjarðar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók ákvörðun þessa efnis í kjölfar hamfaranna í bænum 18. desember sem hafa, að sögn starfsfólks heilbrigðisstofnunarinnar, valdið aukinni þörf fólks fyrir áfallameðferð og þjónustu geðteymis.

Á vef stjórnarráðsins segir að fagfólki þyki mikilvægt að auka þjónustu svo komist verði hjá því að fólk sem þurfi á stuðningi að halda þrói með sér alvarlega og langvinna áfallastreituröskun.