Vilja innkalla Tesla-bíla í Bandaríkjunum

14.01.2021 - 04:55
Mynd með færslu
 Mynd: Elon Musk - Twitter
Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum vilja að Tesla innkalli um 158 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna öryggisgalla. Gallinn er í skjám í mælaborði bílanna. Hann veldur sambandsleysi við bakmyndavél og fleiri vandamálum. Gallann er að finna í Model S bílum Tesla sem framleiddir voru frá árinu 2012 til 2018 og Model X bílum framleiddum frá 2016 til 2018.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV