Hermigervill og Villi Neto - Está Na Hora
Tónlistarmaðurinn Hermigervill heyrist í Undiröldunni í hverri viku þegar upphafsstefið ómar. Rétt fyrir jól sendi hann frá sér á lítilli plötu samstarf sitt við samfélagsmiðlapésann og sprelligosan Villa Neto sem heitir Está Na Hora sem minnir á suðrænan kokteil og sand á milli tánna.