Fjögur innanlandssmit og tvö á landamærunum

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
Fjórir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru tveir ekki í sóttkví. Tvö smit greindust á landamærunum. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr tveimur sýnum til að sannreyna hvort þau voru virk eða gömul.

Nýgengi innanlandssmita er nú 18 og nýgengi við landamærin er 28,1.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis klukkan ellefu.

Gestur fundarins er Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum. 

 
annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir