Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ekkert heyrst frá þeim sem hyggjast virkja Svartá

14.01.2021 - 18:26
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tók fyrir í dag álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum fyrir Svartárvirkjun í Bárðardal. Stofnunin leggst gegn virkjuninni í áliti sínu.

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, segir álitið aðeins hafa verið kynnt í sveitarstjórn. Því hafi síðan verið vísað áfram til skipulags- og umhverfisnefndar.

Dagbjört segir að engin viðbrögð hafi borist frá SSB orku ehf., fyrirtækinu sem hyggst virkja Svartá, eftir að álit Skipulagsstofnunar lá fyrir.

Skipulagsstofnun leggst gegn Svartárvirkjun og í áliti stofnunarinnar segir að umhverfisáhrifin af virkjun verði verulega neikvæð og hefði í för með sér mikla röskun á náttúruverðmætum. Þá segir í álitinu að Þingeyjarsveit ætti að endurskoða áform sem gera ráð fyrir virkjuninni í aðalskipulagi.