Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Búið að sækja um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða

14.01.2021 - 18:14
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
419 rekstraraðilar sóttu um tekjufallsstyrki fyrir um 2,7 millljarða króna fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir umsóknir 11. janúar vegna tekjufalls rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020. Skatturinn fer með framkvæmd úrræðisins. Búið er að afgreiða 69 umsóknir fyrir um 590 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 

Síðustu mánuði hafa yfir 3.000 fyrirtæki og tugþúsundir einstaklinga nýtt sér úrræði stjórnvalda. Þannig hafa um 1.200 rekstraraðilar fengið lokunarstyrki fyrir um 1,7 milljarða króna, samkvæmt tilkynningunni.  

Enn er bið á því að opnað verði fyrir umsóknir um viðspyrnustyrki sem Alþingi samþykkti að veita fyrir jól og stefnt er að því að veita fram á mitt þetta ár. Þeir gagnast helst minni fyrirtækjum og meðalstórum. Gert er ráð fyrir að allt að 15 til 20 milljarðar fari í úrræðið úr ríkissjóði. 

103 milljarðar í úrræði 2020 

Starfshópur fjármála- og efnahagsráðuneytisins um úrræði vegna heimsfaraldurs áætlaði fyrr í janúar að umfang mótvægisaðgerða ríkisins fyrir árið 2020 verði 103 milljarðar króna eða um 3,6% af vergri landsframleiðslu.

Eftirfarandi yfirlit yfir efnahagsaðgerðir ríkisins vegna kórónuveirufaraldursins kemur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu: