Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Aðgerðarheimildir á landamærum eigi að skýrast á morgun

Mynd: RÚV / RÚV
Katrín Jakobsdóttir segir að rætt verði um heimildir til aðgerða á landamærunum í ríkisstjórn á morgun og að þar eigi að fást skýrari svör.

„Það hefur staðið yfir rýni á þessum tillögum sem hafa verið uppi um aðgerðir á landamærunum, og eins og ég segi, það mun skýrast á morgun,“ sagði Katrín.  En vildi ekki segja hvort frekari breytingar verði lagðar til.

Hún segir mjög góða undirbúningsvinnu liggja til grundvallar endurskoðun á sóttvarnarlögum sem sé til meðferðar á Alþingi núna. Þar mun fást betri lagarammi um sóttvarnaraðgerðir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í Kastljósi í gær telja mjög slæmt að lagaleg óvissa ríki um sóttvarnaaðgerðir í miðjum heimsfaraldri.