15 sækjast eftir stöðu orkumálastjóra

14.01.2021 - 14:45
Mynd með færslu
 Mynd: Orkustofnun
Fimmtán hafa sóst eftir því að verða orkumálastjóri. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skipar í stöðuna frá og með 1. maí 2021. Guðni A. Jóhannesson, núverandi orkumálastjóri, lýkur nú sínu þriðja skipunartímabili og sækist ekki eftir því að halda stöðunni.

Umsóknarfrestur rann út þann 12. janúar 2021 og þessi fimmtán sóttu um:

 • Auður Sigurbjörg Hólmarsdóttir, hönnuður
 • Baldur Pétursson, verkefnastjóri
 • Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri
 • Björn Óli Hauksson, ráðgjafi
 • Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir, verkfræðingur
 • Guðmundur Bergþórsson, verkefnastjóri
 • Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður
 • Halla Hrund Logadóttir, meðstofnandi og framkvæmdastjóri
 • Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, deildarstjóri
 • Jónas Ketilsson,yfirverkefnisstjóri
 • Jón Þór Sturluson, dósent
 • Lárus M. K. Ólafsson, sérfræðingur og viðskiptastjóri
 • Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri
 • Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, verkefnastjóri
 • Sigurjón Norberg Kjærnested, forstöðumaður

Ráðherra hefur skipað nefnd til að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð um þá. Nefndina skipa:

 • Kristín Haraldsdóttir, lektor og formaður nefndarinnar,
 • Birgir Jónsson, rekstrarhagfræðingur
 • Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri