„Það var einhver slagur inni á klósetti og það var komið blóð á andlitið og eitthvað. Síðan mættu einhverjir gæjar með hafnaboltakylfu, hníf og skiptilykil og byrjuðu bara að ráðast á gæjann,“ segir Heiðar Már Hildarson nemandi í Borgarholtsskóla.
Hann segir að hræðsla hafi gripið um sig meðal nemenda þegar átökin færðust í aukana.
„Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað lítið en síðan var þetta svo stórt að ég var orðinn hræddur um að eitthvað myndi gerast,“ segir Heiðar.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.