Tottenham náði aðeins jafntefli við Fulham

epa08935967 Tottenham's Harry Kane scores the 1-0 lead during the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Fulham FC in London, Britain, 13 January 2021.  EPA-EFE/Shaun Botterill / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Tottenham náði aðeins jafntefli við Fulham

13.01.2021 - 22:08
Tottenham fór illa að ráði sínu í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðið gerði aðeins 1-1 jafntefli við Fulham í Lundúnaslag.

Harry Kane kom Tottenham yfir með fallegum flugskalla á 25. mínútu. Ivan Cavaleiro jafnaði hins vegar metin fyrir Fulham á 74. mínútu í 1-1 og þar við sat. Þetta var fimmti leikurinn í röð í deildinni sem Fulham gerir jafntefli.

Tottenham er nú í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 30 stig eftir 17 leiki. Liðið er sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Fulham er áfram í fallsæti, í 18. sæti með 12 stig, tveimur stigum á eftir Brighton sem er í 17. sæti. Fulham á þó tvo leiki til góða á Brighton.