Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Stefnir í ákæru á hendur Trump

13.01.2021 - 18:17
epa07962616 Speaker of the House Nancy Pelosi speaks to the news media before presiding over the House vote on a resolution formalizing the impeachment inquiry on the House floor in the US Capitol in Washington, DC, USA, 31 October 2019. Speaker Pelosi opened an impeachment inquiry led by three congressional committees in response to a whistleblower's complaint that US President Donald J. Trump requested help from the President of Ukraine to investigate his political rival Joe Biden.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða atkvæði í kvöld um hvort ákæra skuli Donald Trump forseta til embættismissis. Allt bendir til þess að ákæran verði samþykkt.

Fullvíst þykir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykki í kvöld að ákæra Donald Trump forseta til embættismissis. Fari svo verður það í fyrsta sinn í sögunni sem forseti er ákærður tvívegis.

Demókratar í deildinni mæltu fyrir ákærunni eftir að Mike Pence varaforseti varð ekki við bón þeirra um að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar til að koma forsetanum frá vegna vanhæfis. Umræður hafa staðið yfir í dag og er búist við atkvæðagreiðslu um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma. Demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni.

Fimm Repúblikanar hafa lýst yfir að þeir styðji að forsetinn verði ákærður, en talið er að þeir geti orðið tíu til tuttugu. Allt stefnir því í að málið verði samþykkt og það sent öldungadeildinni til meðferðar. Henni ber að efna til réttarhalds yfir forsetanum. Tveir þriðju hlutar þingmanna þurfa að fallast á að forsetinn verði sviptur embætti. Hann lætur hvort sem er af því að viku liðinni og þar af leiðandi kemur ekki  til sviptingarinnar. 

Mitch McDonnel, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni og lengst af einarður stuðningsmaður Trumps, er þeirrar skoðunar að ákæra beri forsetann, ef marka ber frétt New York Times frá því í dag. Það geti orðið áhrifarík leið til að losa flokkinn við áhrif Trumpismans sem hefur tröllriðið honum síðustu ár.