
Stefán Vagn vill leiða Framsókn í Norðvesturkjördæmi
Stefán Vagn greindi frá þessu á Facebook síðu sinni í dag.
„Í ljósi yfirlýsingar Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um að gefa kost á sér í 1. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hef ég tekið ákvörðun að gefa kost á mér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar og skipa þannig 1. sæti listans,“ sagði Stefán Vagn í tilkynningunni. Hann greindi frá því í desember að hann sæktist eftir 2. sæti listans.
„...hafa hlutir nú breyst og staðan orðin önnur,“ sagði hann.
Fyrir síðustu Alþingiskosningar 2017 skipaði Stefán Vagn þriðja sæti á lista Framsóknarflokkins í Norðvesturkjördæmi. Niðurstöður prófkjörs eiga að liggja fyrir 13. mars.
Þórunn Egilsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi á Alþingi, ætlar ekki að bjóða sig fram að nýju fyrir Alþingiskosningar í haust. Hún greindi frá því í dag að hún tækist á við krabbamein að nýju.