„Ég veit ekkert um ástandið, ég held hins vegar að enginn sé alvarlega slasaður,“ sagði Ársæll um þá sem fluttir voru á sjúkrahús.
Rannsókn lögreglu á vettvangi er nú í fullum gangi en hún beinist meðal annars að því hverjir voru gerendur og hverjir þolendur. Von er á tilkynningu frá lögreglu um málið á næstunni.
„Ég veit að þeir sem komu hér og gerðu þetta eru ekki nemendur skólans,“ sagði Ársæll.
„Skólinn fór í aðgerðir með lögreglu að koma nemendum og kennurum í skjól í skólastofum. Gangar voru rýmdir því það var ekki vitað hvort einhver í annarlegu ástandi gengi laus í skólanum.“ Farið var eftir verklagsreglum í skólanum þar til unnt var að senda nemendur heim, segir Ársæll.