Á Gúmmívinnustofunni í Skipholti opnaði Eygló Harðardóttir sýninguna Vísbendingar en Kristín Gunnlaugsdóttir er með sýninguna Gimsteinar í Nesdekk á Fiskislóð.
„Það hefur löngum verið draumur hjá mér að sýna á dekkjaverkstæði,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir, sem var ekki lengi að sækja um þegar Listasafn ASÍ auglýsti eftir listamönnum til að taka þátt í þessum nýju vinnustaðasýningum.