Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

MK, MR, Tækniskóli og FÁ unnu - dregið í 8 liða úrslit

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

MK, MR, Tækniskóli og FÁ unnu - dregið í 8 liða úrslit

13.01.2021 - 23:28

Höfundar

Menntaskólinn í Kópavogi sigraði Borgarholtsskóli 22 - 14 í Gettu betur í kvöld. Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Flensborg í Hafnarfirði örugglega, 31 - 9. Þá sigraði Tækniskólinn Menntaskólann að Laugarvatni 28 - 14 og Fjölbrautarskólinn við Ármúla sigraði Menntaskólinn á Akureyri 19 - 13.

Dregið í átta liða úrslit

5. febrúar mætast lið Menntaskólans í Kópavogi og Kvennaskólans í Reykjavík

 

12. febrúar mætast lið Fjölbrautarskólans í Garðabæ og Menntaskólans í Reykjavík

19. febrúar mætast lið Fjölbrautarskólans við Ármúla og Tækniskólans

26. febrúar mætast lið Menntaskólans við Hamrahlíð og Verzlunarskóla Íslands

Sýnt verður frá viðureignunum á RÚV.