Mannfall varð í liði sýrlenska hersins og bandamanna hans í loftárásum Ísraelsmanna á Sýrland í nótt. Þetta eru mannskæðustu árásir Ísraelsmanna á Sýrland síðan 2018.
Óstaðfestar fregnir herma að allt að níu sýrlenskir hermenn hafi fallið í árásunum, auk þess yfir þrjátíu liðsmenn Hisbollah-hreyfingarinnar í Líbanon og Fatimid-herdeildanna, vopnaðra sveita frá Afganistan sem fylgja Írönum að málum. Tugir hafi særst í árásunum.
Ísraelsmenn hafa gert fjölda árása á Sýrland frá því stríð braust út í landinu árið 2011.