Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Mannfall í loftárásum Ísraelsmanna

13.01.2021 - 10:04
epa07991080 An Israeli F-35 fighter jet takes off during the joint Air Forces drill 'Blue Flag' at the Ovda Air Force Base in the Negev Desert, southern Israel, 11 November 2019 (issued 12 November 2019). Soldiers from the United States, Germany, Italy and Greece, along with Israel, are taking part in the biennial drill that aims to improve cooperation between the countries air forces  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Ísraelsk F-35 orrustuþota. Mynd: EPA-EFE - EPA
Mannfall varð í liði sýrlenska hersins og bandamanna hans í loftárásum Ísraelsmanna á Sýrland í nótt. Þetta eru mannskæðustu árásir Ísraelsmanna á Sýrland síðan 2018.

Óstaðfestar fregnir herma að allt að níu sýrlenskir hermenn hafi fallið í árásunum, auk þess yfir þrjátíu liðsmenn Hisbollah-hreyfingarinnar í Líbanon og Fatimid-herdeildanna, vopnaðra sveita frá Afganistan sem fylgja Írönum að málum. Tugir hafi særst í árásunum. 

Ísraelsmenn hafa gert fjölda árása á Sýrland frá því stríð braust út í landinu árið 2011.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV