Alríkisfangelsið í Terre Haute í Indíana. Mynd: EPA-EFE - EPA
Lisa Montgomery, fimmtíu og tveggja ára bandarísk kona, var tekin af lífi í fangelsi í Terre Haute í Indíana í morgun. Montgomery er fyrsta konan í næstum sjö áratugi sem alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum láta taka af lífi.
Árið 2004 myrti hún tuttugu og þriggja ára þungaða konu, Bobbie Jo Stinnett, í þeim tilgangi að stela ófæddu barni hennar. Þremur árum síðar var hún dæmd til dauða fyrir glæp sinn.
Hæstiréttur Bandaríkjanna veitti heimild fyrir aftökunni í gær, en lögmenn Montgomery höfðu reynt að fá henni afstýrt. Þeir sögðu að þótt ekki væri hægt að neita alvarleika glæpsins hefði andleg heilsa hennar verið þar slæm að hún skyldi ekki rökstuðninginn fyrir aftökunni.