
Kvöldfréttir: Hnífaárás í Borgarholtsskóla
Ákæra á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta verður líklega samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Ólíklegt er hins vegar að dæmt verði í málinu áður en nýr forseti tekur við.
Heilbrigðisráðherra hefur, eftir mikla gagnrýni, ákveðið að fresta þeirri ákvörðun að hefja skimun fyrir brjóstakrabbameini fyrst við fimmtíu ára aldur.
Bóluefni Moderna er aðeins meðfærilegra en efnið frá Pfizer. Fimm hundruð framlínustarfsmenn fengu fyrri sprautuna í dag. Mikill léttir, segir starfsmaður farsóttarhúss.
Hópaæfingar í líkamsræktarstöðvum voru leyfðar í dag eftir nokkurra mánaða hlé. Nú má einnig opna skíðasvæði landsins almenningi eftir að rýmri takmarkanir tóku gildi.
Sóttvarnalæknir í Kastljósi í kvöld
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður gestur Kastljóss í kvöld og meðal annars rætt við hann um fjölda landamærasmita og þær ráðstafanir sem hann hefur viljað grípa til.