HM í dag: Egyptaland mætir Chile

epa08110941 Egypt's Ali Zein (red) scores during a friendly handball match between Egypt and Sweden at Estrad Alingsas Arena in Alingsas, Sweden, on January 07, 2020.  EPA-EFE/Bjorn Larsson Rosvall  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA

HM í dag: Egyptaland mætir Chile

13.01.2021 - 06:00
Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst í Egyptalandi í dag. Aðeins einn leikur er á dagskrá þennan fyrsta keppnisdag. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.

Gestgjafaþjóðin spilar fyrsta leik mótsins. Egyptaland mætir Chile í G-riðli ótsins. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sem fyrr segir sýndur á RÚV 2. Auk Egyptalands og Chile eru Svíþjóð og Tékkland í G-riðli, en þau eiga að mætast annað kvöld.

Á morgun fer svo HM á fullt. Þá verða sjö leikir spilaðir og fjórir þeirra sýndir á rásum RÚV. Þar af viðureign Íslands og Portúgals klukkan 19:30 annað kvöld. Sjá má yfirlit yfir beinar útsendingar frá HM í handbolta hér.