Raheem Sterling fékk tækifæri til að auka við forskot City þegar liðið fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Sterling skaut hins vegar yfir markið og mark Fodens reyndist því sigurmark leiksins.
Með sigrinum hefur Manchester City nú 32 stig í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi minna en Englandsmeistarar Liverpool sem eru í 2. sæti og fjórum stigum minna en Manchester United sem er á toppnum. City á þó einn leik til góða á United og Liverpool.
Einn annar leikur er á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Tottenham tekur á móti Fulham klukkan 20:15.