Foden kom City í toppbaráttuna

epa08935828 Phil Foden (C) of Manchester City in action during the English Premier League soccer match between Manchester City and Brighton Hove Albion in Manchester, Britain, 13 January 2021.  EPA-EFE/Clive Brunskill / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Foden kom City í toppbaráttuna

13.01.2021 - 19:54
Phil Foden skoraði eina mark leiksins þegar Manchester City sigraði Brighton, 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Mark Foden kom á 44. mínútu.

Raheem Sterling fékk tækifæri til að auka við forskot City þegar liðið fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Sterling skaut hins vegar yfir markið og mark Fodens reyndist því sigurmark leiksins.

Með sigrinum hefur Manchester City nú 32 stig í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi minna en Englandsmeistarar Liverpool sem eru í 2. sæti og fjórum stigum minna en Manchester United sem er á toppnum. City á þó einn leik til góða á United og Liverpool.

Einn annar leikur er á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Tottenham tekur á móti Fulham klukkan 20:15.