Unnsteinn, Inspector Spacetime og Bomars ásamt GDRN

Mynd: RÚV / RÚV

Unnsteinn, Inspector Spacetime og Bomars ásamt GDRN

12.01.2021 - 16:30

Höfundar

Tónlistarárið 2021 fer heldur betur af stað með látum eins og heyrist í Undiröldu kvöldsins. Við fáum nýja ábreiðu Unnsteins af Páli Óskari auk nýrra laga frá Inspector Spacetime, Inga Bauer, Bomarz og GDRN, Moskvít, Hildi og Margréti Eir.

Unnsteinn - Er þetta ást?

Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki í nýjum sjónvarpsþáttum sem veita innsýn í líf listafólks sem flytur einnig nokkur af vinsæl lög sín í bland við nýjar ábreiður. Í næsta þætti er það tónlistarmaðurinn Unnsteinn sem kemur í settið á Röntgen og tekur lag Páls Óskars Er þetta ást?


Inspector Spacetime - Hitta mig

Hljómsveitin Inspector Spacetime gaf út sína fyrstu plötu, Inspector spacetime, þann 8. janúar. Sveitin, sem er skipuð af þeim Agli Gauta Sigurjónsyni, Vöku Agnarsdóttur og Elíasi Geiri Óskarssyni, var stofnuð á vordögum, nánar tiltekið í fyrsta samkomubanni. Hlustendur ættu að þekkja vel lag sveitarinnar Teppavirki en Hitta mig er nýjasti söngull nýju plötunnar.


Ingi Bauer - Til baka

Tónlistarmaðurinn Ingi Bauer hefur komið nálægt nokkrum megaslögurum á undanförnum árum og ættu flestir að kannast við Dicks og Upp til hópa. Nú hefur hann sent frá sér lagið Til baka sem hefur öll hans helstu höfundareinkenni.


Bomarz og GDRN - Crystalized

Tónlistarfólkið Bomarz og GDRN hafa sent frá sér spriklandi ferskt lag sem heitir Crystalized. Í laginu syngur Guðrún Ýr en Bjarki Ómars spilar á öll hljóðfæri nema selló sem er strokið af Þórunni Helgadóttur.


Hildur - New Mistakes

Hildur hefur sent frá sér lagið New Mistakes sem er samið í Þýskalandi og pródúserað af Thomas Jones og Hildi Kristínu Stefánsdóttir. Lagið kemur út hjá nýrri útgáfu sem Hildur hefur stofnað, Kimochi Records.


Moskvít - Human Error

Hljómsveitin Moskvít hefur sent frá sé annað lagið sitt Human Error en það verður einnig titillag fyrstu plötu piltanna, sem verður gefin út í tveimur pörtum. Fyrri hlutinn kemur út í apríl og seinni í maí eða júní. Platan er að sögn Moskvít þemaplata sem snertir á ýmsu sem kemur að siðfræði, menningu og heimspeki, sem þeir miðla í gegnum sögu af raðmorðingja.


Sycamore Tree - Far Away

Sycamore Tree hafa sent frá sér lagið Far Away sem er tekið af fimm laga þröngskífu þeirra Western Sessions sem inniheldur smellinn Beast In My Bones.


Margrét Eir - Himintungl

Margrét Eir hefur sent frá sér lagið Himintungl sem er eftir eft­ir Jök­ul Jörgensen, eiginmann hennar. Út­setn­ing var gerð í sam­starfi við Daða Birg­isson­ og Börk Hrafn Birg­is­son sem eru þekktir úr hljómsveitinni Jagúar og ýmsum öðrum sveitum.