Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter tilkynntu í gær að yfir 70 þúsund aðgöngum tengdum samsæriskenningahópnum QAnon hefði verið lokað.
Sú ákvörðun var tekin eftir árás fylgismanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið í Washington 6. janúar. „Í ljósi þess ofbeldis sem beitt var í höfuðborginni og aukinnar hættu á frekari skaða var tekið til við á föstudag að loka aðgöngum til þess gerðum að dreifa efni tengdu QAnon," segir í skrifum stjórnenda Twitter.