Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Twitter lokar 70 þúsund aðgöngum tengdum QAnon

epa08931625 (FILE) - An exterior of the New York Stock Exchange in New York, New York, USA 07 November 2013 before Twitter started training (reissued 11 January 2021). Media reports 11 January 2021 state Twitter share price fell up to 10 per cent in trading before the markets opened in USA, after it banned US President Donald Trump from its service on 08 January 2021.  EPA-EFE/ANDREW GOMBERT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter tilkynntu í gær að yfir 70 þúsund aðgöngum tengdum samsæriskenningahópnum QAnon hefði verið lokað.

Sú ákvörðun var tekin eftir árás fylgismanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið í Washington 6. janúar. „Í ljósi þess ofbeldis sem beitt var í höfuðborginni og aukinnar hættu á frekari skaða var tekið til við á föstudag að loka aðgöngum til þess gerðum að dreifa efni tengdu QAnon," segir í skrifum stjórnenda Twitter.