Belichick sagðist hafa verið upp með sér fyrst þegar honum var tilkynnt um að hann ætti að fá þessa heiðursorðu. En eftir blóðug mótmæli fylgismanna Trumps við þinghúsið í síðustu viku þar sem fimm létust ákvað þjálfarinn sigursæli að hafna orðunni. Hann sendi frá sér orðsendingu vegna málsins.
Patriots’ HC Bill Belichick will not be traveling to Washington nor accepting the Presidential Medal of Freedom, he announced today. pic.twitter.com/uvLLigFlHU
— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 12, 2021
Bill Belichick sem er 68 ára hefur verið yfirþjálfari New England Patriots frá árinu 2000. Á þeim tíma hefur hann stýrt liðinu til sex sigra í Super Bowl, úrslitaleiknum um meistaratitilinn í amerískum fótbolta. Síðast vann Belichick Super Bowl árið 2018. Enginn þjálfari hefur jafn oft unnið í Super Bowl. Þá hefur hann níu sinnum komist í Super Bowl úrslitaleikinn sem þjálfari.
Í gær tilkynntu samtök atvinnukylfinga í Ameríku, PGA America, að PGA meistaramótið á næsta ári sem átti að fara fram á Trump Bedminster golfvellinum í New York yrði fært annað. Samningur hafði verið gerður árið 2014 um að mótið yrði haldið á velli Trumps 2022, en var einhliða rift af PGA America í gær.