Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Tæki notað til staðsetningar svarta kassans í ólagi

12.01.2021 - 06:23
Erlent · Asía · Banaslys · Boeing · flugslys · Flugvél · Indónesía
epa08932268 A handout photo made available by the Korea-Indonesia Joint Maritime Science and Technology Research Center, shows the center's chief Park Han-san (L) monitoring the sea floor aboard the South Korean marine exploration ship Ara in an operation to find the crashed Sriwijaya Air Flight 182 in the Java Sea off the coast of Indonesia, 12 January 2021. The state-of-the-art research vessel has been in the Southeast Asian nation as part of the South Korean government's official development assistance (ODA) program.  EPA-EFE/Korea-Indonesia Joint Maritime Science and Technology Research C  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Korea-Indonesia Joint Maritime
Tæki það sem indónesískir leitarmenn beita til að finna svörtu kassa Boeing-þotu Sriwijaya flugfélagsins sem fórst í Java-hafi á laugardag, er bilað.

Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins og að beðið sé nýs tækis frá Singapore. Kafarar hafa náð að staðsetja hvar kassarnir liggja en tækjabúnaðurinn bilaði er nauðsynlegur til að hafa endanlega upp á þeim. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif töfin kann að hafa á leitina.

Farþegaþotan hrapaði í hafið skömmu eftir flugtak í Jakarta á laugardag með 62 um borð, þar á meðal 10 börn. Vélin sem er 26 ára gömul Boeing 737-500, tók snarpa dýfu örskömmu eftir að hún tók á loft.

Þotan lækkaði flugið hratt úr 11 þúsund fetum niður í 250 fet, hvarf loks af ratsjám og samband rofnaði við flugumferðastjórn. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir frá því að slysið varð, um 2.600 taka þátt og notast við mikinn tækjabúnað til að hafa upp á braki og líkum þeirra sem voru um borð.