Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Nýjar sóttvarnareglur taka gildi 13. janúar

12.01.2021 - 16:38
Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á morgun, miðvikudaginn 13. janúar. Þá mega 20 manns koma saman.

Hægt að fara í líkamsrækt og á skíði

Heilbrigðisráðherra hefur sett nýjar reglur um samkomutakmarkanir.

Á morgun má aftur opna líkamsræktarstöðvar. Það verða þó ströng skilyrði um starfsemi þeirra.

Það má líka opna skíðasvæði á morgun, líka með ströngum skilyrðum.

Íþróttastarf barna og fullorðinna verður leyft með ákveðnum skilyrðum. Halda má íþróttakeppnir en áhorfendur eru ekki leyfðir.

Í sviðslistum verða reglurnar rýmkaðar. 50 manns mega vera á sviði. Í sal mega vera 100 fullorðnir og 100 börn með grímur. Það gildir líka um aðra menningarviðburði.

Við útfarir mega vera 100 manns. Börn, fædd 2005 eða síðar, teljast ekki með í þeim fjölda. Skylt verður að bera grímur. Fjöldi gesta í erfidrykkjum verður 20 manns í samræmi við almennar fjöldatakmarkanir.

Reglur um opnun og fjölda á veitingastöðum og börum verða óbreyttar.

Nýju reglurnar taka gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar.

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur