Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Neyðarástandi lýst yfir í Malasíu vegna COVID-19

12.01.2021 - 03:30
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Malasíu vegna úbreiðslu kórónuveirufaraldursins og þeirrar ógnar sem heilbrigðiskerfi landsins stafar af honum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Abdullah Sultan Ahmad Shah konungi landsins í morgun. AFP fréttastofan greinir frá því að Muhyiddin Yassin forsætisráðherra hefði fundað með konungi á mánudag til að biðja hann um að grípa til þessara ráðstafana.

Daginn áður tilkynnti hann strangar reglur víða um land, þar sem fólki er fyrirskipað að halda sig heima nema brýnasta nauðsyn krefji. Flestum fyrirtækjum verður sömuleiðis gert að loka.

Yfirlýsing konungs heimilar tímabundna stöðvun á þingstörfum og stjórnmálastarfi. Það gæti orðið til þess að Yassin forsætisráðherra verði sakaður um að grafa undan lýðræði í landinu enda þykir tíu mánaða gömul ríkisstjórn hans harla völt í sessi.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV