Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Námumenn innilokaðir í kínverskri gullnámu

12.01.2021 - 02:54
Erlent · Asía · gullnámur · Kína · námuslys · Námuvinnsla
epa08358826 Chinese flag is seen in front of Our Lady of Lourdes Chapel church during Easter Holy Mess in Guangzhou, Guangdong province, China, 12 April 2020. Due to the ongoing pandemic of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease the celebration of the Paschal Triduum is limited. Guangzhou government banned all gatherings, so local catholic?s gathered in front of the church to celebrate. Easter Sunday is one of the most important holidays on the Christian calendar, as it marks the resurrection of Jesus Christ.  EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI
Kínverski fáninn. Mynd: EPA-EFE - EPA
Á þriðja tug námumanna er í sjálfheldu neðanjarðar eftir sprengingu í gullnámu nærri borginni Qixia í Shangdong-héraði í austurhluta Kína. Sprengingin varð síðdegis á sunnudag og olli því að útgönguleið lokaðist og samskipti við námumennina rofnuðu.

Yfirvöld hafa sent björgunarlið að námunni sem er í eigu fjárfestingafélagsins Shandong Wucailong. Námuslys eru tíð í Kína, öryggi er iðulega ábótavant og regluverki oft lítt eða ekki fylgt eftir.

Í desember síðastliðnum fórust 23 námumenn sem lokuðust inni í námu við borgina Chongqing í suðvesturhluta landsins. Nokkrum mánuðum fyrr varð kolsýringseitrun sextán námumönnum að fjörtjóni í kolanámu nærri sömu borg.