Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Náðu flugrita upp á yfirborðið

12.01.2021 - 14:15
epaselect epa08932685 Indonesian navy divers put the blackbox of Sriwijaya Air flight SJ182 on a desk, after it was recovered from waters off Jakarta, at Tanjung Priok port in Jakarta, Indonesia, 12 January 2021. Contact to Sriwijaya Air flight SJ182 was lost on 09 January 2021 shortly after the aircraft took off from Jakarta International Airport while en route to Pontianak in West Kalimantan province. The plane crashed into the sea off the Jakarta coast.  EPA-EFE/ADI WEDA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Köfurum tókst í dag að ná í annan flugrita Boeing farþegaþotunnar sem fórst á Javahafi á laugardag, skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Það var ferðritinn svonefndi sem þeir náðu. Hann skráir ýmsar tæknilegar upplýsingar meðan á flugferð stendur, svo sem flughraða og hæð.  

Hinn flugritinn er enn ófundinn. Á honum eiga að vera hljóðrit úr flugstjórnarklefanum, þar á meðal samtöl áhafnarinnar og samskipti við flugumferðarstjóra.  Með þotunni voru 62 farþegar og áhöfn. Enginn komst lífs af. Enn er allt óljóst um ástæðu þess að þotan fórst. Talið er að hún hafi verið í heilu lagi þegar hún skall nánast lóðrétt í hafið.