Liðin leika í G-riðli HM og munu spila í glæsilegri höll í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, en þó ekki fyrir framan neina áhorfendur. Leikurinn verður þó sýndur á RÚV 2 annað kvöld, en hann hefst klukkan 17:00.
Mótið fer svo almennilega af stað á fimmtudag. Þá verða sjö leikir spilaðir á mótinu og fjórir þessarra leikja verða sýndir á rásum RÚV. Meðal annars leikur Íslands og Portúgals klukkan 19:30. Allir leikir Íslands á mótinu verða sýndir á RÚV og lýst í útvarpinu á Rás 2. Misjafnt er hvort hinir leikirnir verða sýndir á RÚV eða á RÚV 2, en nánar má sjá um leiki fram undan hér.
Íslenska landsliðið ferðaðist til Egyptalands í gær með millilendingu í Kaupmannahöfn. Liðið dvelur á hóteli í Kaíró og gilda strangar sóttvarnarreglur á mótinu vegna COVID-19. Íslenska liðið þarf því að dúsa mikið á hótelinu milli þess sem það fær að fara á æfingar og svo í keppnishöllina að spila leikina sjálfa.