Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hlýrra í dag en síðustu daga

12.01.2021 - 06:31
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag með 13-20 m/s suðvestantil í kvöld og hvassast syðst. Þykknar upp og hlýnar og dálítil rigning eða slydda við suðvesturströndina og hiti verður á bilinu 1-6 stig þar. Annars verður hægari vindur annars staðar á landinu, bjartviðri og frost á bilinu 0-5 stig.

Á morgun má búast við suðaustanátt 10-18 m/s og víða rigningu eða slyddu. Þurrt að kalla norðaustantil og hiti 0-7 stig. Svalast í veðri norðaustanlands og austanlands. 

Suðlæg átt á fimmtudag, 8-15 m/s, og rigning eða slydda með köflum. Hiti verður á bilinu 1-5 stig. Hægari vindur og bjartviðri með hita við frostmark norðaustan- og austanlands.

Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Veðurspá kl. 13:00 í dag.