Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Greiðslumark mjólkur óbreytt þriðja árið í röð

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Samkvæmt breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt er gert ráð fyrir því að heildargreiðslumark mjólkur verði óbreytt, 145 milljón lítrar, þriðja árið í röð.

Beingreiðslur ríkissjóðs til bænda miðast við þetta tiltekna magn mjólkur og er ákveðið fyrir upphaf hvers verðlagsárs.

Á vefsíðu Stjórnarráðsins segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, byggi á neyslu innlendra mjólkurvara undanfarna tólf mánuði og áætlun fyrir komandi verðlagsárs.

Framkvæmdanefnd búvörusamninga gerir ekki athugasemd við óbreytt heildargreiðslumark mjólkur.